Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gegn einelti í Garðabæ

25.11.2009
Gegn einelti í GarðabæKönnun verður lögð fyrir nemendur í nóvember og desember 2009.
,,Gegn einelti í Garðabæ" er aðgerðaáætlun grunnskóla Garðabæjar sem hófst haustið 2003. Markmið hennar er að fyrirbyggja og bregðast við einelti ásamt því að bæta líðan og öryggi nemenda. Verkefnið grundvallast á markmiðum í skólastefnu Garðabæjar.

Megin áherslur aðgerðaráætlunarinnar eru að:

Efla vitund og færni allra starfsmanna, forráðamanna og nemenda til að vinna að forvörnum og bregðast við einelti.
Móta skýr viðbrögð og ferli við meðferð eineltismála.
Koma á markvissu forvarnarstarfi í öllum árgöngum.
Auka fræðslu, upplýsingar og samstarf við forráðamenn.
Kanna umfang og eðli eineltismála hjá nemendum í grunnskólum Garðabæjar.

Til að kanna umfang og eðli eineltismála hjá nemendum í Flataskóla, Garðaskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla verður rafrænn spurningalisti lagður fyrir nemendur í 4. – 10. bekk í nóvember/desember 2009. Nemendur svara könnuninni á skólatíma. Spurt verður um líðan nemenda, reynslu þeirra af einelti og viðbrögð ef þeir sjálfir og/eða aðrir eru lagðir í einelti. Eineltisteymi skólanna vinnur úr könnuninni og verða niðurstöður kynntar á heimasíðu hvers skóla fyrir sig.

Skólastjórnendur
Til baka
English
Hafðu samband