Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ávextir í boði - morgunhressing

27.01.2010
Ávextir í boði - morgunhressingFyrir áramót var kannaður hugur foreldra til þess að boðið sé upp á kaupa ávexti í skólanum í morgunhressingu í áskrift. Viðbrögð voru það góð að ákveðið var að bjóða upp á þessa þjónustu frá og með næstu mánaðarmótum fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Það er nokkuð skammur fyrirvari á þessu en miðað er við að pöntun fyrir febrúarmánuð þurfi að berast fyrir 28. janúar og er það gert á heimasíðu Heitt og kalt. Framkvæmdin er þannig að hver nemandi fær skorna ávexti í skál inni á heimasvæði. Í skálinni verða þrjár tegundir ávaxta á degi hverjum t.d. 1/4 epli, 1/4 perur, 1/3 banana eða 1/4 appelsína. Ávextirnir kosta kr. 90.- á dag. Nemandinn sækir sér skálina og skilar henni aftur á vagn. Eingöngu verður boðið upp á að panta alla daga vikunnar fyrir hvert áskriftartímabil. Áskriftatímabili er einn mánuður eða frá 5. hvers mánaðar til 4. næsta mánaðar á eftir. Morgunhressingin er tilraunaverkefni sem stendur til loka skólaárs og því eru ávextirnir til að byrja með aðeins í boði fyrir nemendur í 1-4 bekk.
Til baka
English
Hafðu samband