Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Merkileg steinagjöf

04.03.2010
Merkileg steinagjöf

Skólanum hefur verið gefin mjög merkileg gjöf.  Það er James Rail afi í skólanum sem kom með steina sem hann hefur safnað s.l. 40 ár.  Steinarnir eru allir frá eyjum á Íslandi eða utan úr heimi.  Með steinunum fylgir Íslandskort og heimskort þar sem búið er að merkja inná hvar hver steinn er upprunninn.  Þarna má finna steina frá t.d. Viðey, Æðey og Heimaey á Íslandi en einnig frá Angel Island í Kaliforníu, Hawaii,  Kúbu og Krít.  Krakkarnir byrjuðu strax að skoða safnið og fræðast um uppruna þeirra.  Við þökkum kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.

 

 

 

Áhugasamir nemendur.

James Rail ásamt Bryndísi dóttur sinni, Agli dóttursyni og Klöru barnabarni sínu sem eru í skólanum.

Steinar frá Arney, Drangey, Engey, Flatey, Grímsey, Málmey,Vigur, Þerney, Æðey og Vestamanneyjum.

Steinar m.a. frá Bermúda, Bornholm, Grænlandi, Kúbu, Hawaii, Mallorca, Marmaris og Santorini.

Til baka
English
Hafðu samband