Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrardagar 16.-22. mars

15.03.2010
Lestrardagar 16.-22. marsKennarar í Sjálandsskóla hafa af því nokkrar áhyggjur að yndislestur barna og unglinga fari minnkandi, enda sýna kannanir að svo sé, og skera íslensk börn sig úr hópi jafnaldra sinna á Norðurlöndum að þessu leyti. Kennarar og starfslið skólans halda sannarlega uppi stöðugum áróðri fyrir bóklestri, en nú viljum við gera sérstakt áhlaup á þennan vanda, og blása til sérstakra lestrardaga 16.-22.mars. Gengur átakið þannig fyrir sig að allir nemendur og kennarar gefa sér a.m.k 15 mínútur á dag í skólanum til þess að lesa í bókum að eigin vali , okkur til yndisauka og ánægju. Svo er mælst til þess að allir gefi sér a.m.k. 30 mínútur heima daglega til lestrar og helst að foreldrar taki þátt í verkefninu með því að lesa líka með börnum sínum. Kennararnir sjá um að láta börnin fylla út sérstaka lestrarmiða sem hengdir verða upp í súlurit hópanna. Auk lestrarstundanna viljum við biðja alla nemendur og starfsmenn að koma með útprentaða ljósmynd af sér við lestur sem tekin er í vikunni . Myndirnar má taka þar sem verið er að lesa hvort sem er á hefðbundnum eða óhefðbundnum stöðum. Allar myndirnar verða hengdar upp okkur til áminningar um lestur og til skemmtunar.

Til baka
English
Hafðu samband