Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Trúargjörningur 5.-7. bekkur

10.05.2010
Trúargjörningur 5.-7. bekkurNemendur í 5. 6. og 7. bekk hafa verið að vinna saman í þema um trúarbrögð ólíkra þjóða. Kristni, hindú, búddismi og íslam hafa verið til umfjöllunnar. Nemendur stilltu sér upp í nokkra hringi. Innst var Faðir vor túlkað með hreyfingum og tali. Næst var Búddatrú þar sem hópurinn kyrjaði möntruna Nam mjóhó renge kjó. Þá var íslam þar sem þau fóru með hluta úr bænakalli og sýndu hreyfingar sem múslimar nota við bænargjörð. Síðast var hindu þar sem nemendur kyrjuðu Om hljóðið endurtekið og sátu í stellingum hindúa.
Til baka
English
Hafðu samband