Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Víkingar í heimsókn

08.10.2010
Víkingar í heimsókn

5.-6. bekkur fékk góða heimsókn fimmtudaginn 30. sept. en þá kom víkingurinn Ingólfur til okkar í fullum skrúða og fræddi okkur um lifnaðarhætti víkinga. Hann kom með mikinn útbúnað, fatnað, skart, vopn og hjálma sem hann sýndi nemendum sem voru mjög áhugasamir. Heimsóknin var í tilefni þess að nýtt þema var að hefjast um Snorra Sturluson en unnið verður í því næstu vikurnar.

Myndir má finna á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband