Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3.-4.bekkur í útikennslu

12.10.2010
3.-4.bekkur í útikennslu

3.-4. bekkur fór í útikennslu út í Gálgahraun mánudaginn 11.október. Með í för voru tveir nemar úr tómstundafræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fóru þeir á milli þriggja stöðva. Á einni stöðinni söfnuðu nemendur hlutum og röðuðu í stafrófsröð. Á annarri stöð voru kenndir nokkrir leikir og á þriðju stöðinni var pinna-brauð bakað yfir opnum eldi. Mjög vel heppnuð útikennsla þar sem allir tóku virkan þátt og skemmtu sér vel.

Myndir eru komnar á myndasíðuna

Til baka
English
Hafðu samband