Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævar vísindamaður heimsækir 3.-4.bekk

07.12.2011
Ævar vísindamaður heimsækir 3.-4.bekk

Í dag fengu krakkarnir í 3. - 4.bekk til sín góða heimsókn frá Ævari vísindamanni en hann er jafnframt starfsmaður í fyrirtækinu Marel hér í Garðabæ.

Ævar gaf sér góðan tíma með nemendum, sýndi þeim nokkrar tilraunir og spjallaði við þau og voru krakkarnir gríðarlega áhugasöm. Fyrirtækið Marel var svo rausnarlegt að gefa síðan öllum krökkunum Glósubók Ævars vísindamanns en í henni er að finna fjöldann allan af frábærum tilraunum og upplýsingum um furðuleg fyrirbæri.Að sjálfsögðu vildu nemendur fá bókina áritaða eins og sést á myndum úr heimsókninni í morgun.

Myndir af heimsókninni

Til baka
English
Hafðu samband