Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föt sem framlag

07.05.2012
Föt sem framlag

Garðabæjardeild Rauða krossins hefur farið af stað með verkefni sem kallast Föt sem framlag - Hvíta Rússland. Sjálandsskóli ætlar að taka þátt í verkefninu og munu nemendur safna fötum og 7.bekkur sér svo um að flokka þau og merkja.

Um verkefnið:

Föt sem framlag - Hvíta Rússland felst í því að börn og fjölskyldur á Íslandi safna vel með förnum fatnaði heima fyrir eða jafnvel að prjóna flíkur til að senda í neyðaraðstoð til Hvíta-Rússlands. Fötunum er pakkað í sérstaka pakka sem dreift er til fátækra fjölskyldna í Hvíta Rússlandi. Í flestum tilvikum er um að ræða barnmarga foreldra, sem ekki geta keypt fatnað á börnin sökum fátæktar. Einnig njóta munaðarlaus börn góðs af fatnaðinum frá Íslandi.

Rauði kross Íslands sér um að flytja pakkana til Hvíta Rússlands þar sem honum er dreift af sjálfboðaliðum og starfsmönnum Rauða krossins til fjölskyldna sem eiga um sárt að binda.

Þátttaka í verkefninu gerir börnum á Ísland kleift að vera virk í þessu mikilvæga hjálparstarfi Rauða krossins. Þau fá tækifæri til þess að gefa af sér, læra um hjálparstarf og kynnast örðum löndum og þeim aðstæðum sem þar ríkja. Með þátttöku í verkefninu læra börnin mikilvægi þess að gefa af sér. Vert er að taka fram að verkefnið er með öllu umhverfisvænt og samræmist umhverfisstefnu Rauða krossins og skóla.

Mikilvægt er að kennarar taki þátt, leiðbeini nemendum og aðstoði þá við að skila inn eins og beðið er um.

Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins hér

Til baka
English
Hafðu samband