Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn Menntamálaráðherra í Sjálandsskóla

14.05.2012
Heimsókn Menntamálaráðherra í Sjálandsskóla

Í dag kom menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, í heimsókn í Sjálandsskóla ásamt fleiri starfsmönnum Menntamálaráðuneytisins. Þau mættu í morgunsöng þar sem allir nemendur sungu tvö lög að venju og kórinn söng einnig eitt lag. Að því loknu skoðuðu þau skólann, ræddu við nemendur og kynntu sér stefnu og starfssemi skólans.

Nemendur sáu sjálfir um að kynna það sem hver hópur var að vinna við og voru þeir skólanum til sóma.

Myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband