Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiksýning hjá 5.-6.bekk

24.10.2012
Leiksýning hjá 5.-6.bekk

Í morgun sýndi leiklistarhópur í 5.-6.bekk leikritið um Grámann í Garðshorni. Hópurinn hefur verið að æfa og sauma búninga undanfarnar vikur og afraksturinn var þetta bráðskemmtilega leikrit. Eins og sjá má á myndunum á myndasíðunni voru búningar og sviðsmynd til fyrirmyndar.

"Fimmtudagur til frægðar" verður reglulega í skólanum í vetur. Þar skiptast nemendur á að vera með atriði á sviði í morgunsöng á fimmtudögum, einu sinni í mánuði. Næsta sýning verður 22.nóvember en þá verða nemendur í 3.-4.bekk með atriði. Allir foreldrar eru velkomnir á sýningarnar í vetur

Til baka
English
Hafðu samband