Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Danssýning hjá 3.-4.bekk

08.02.2013
Danssýning hjá 3.-4.bekk

Nemendur í 3.-4.bekk sýndu í morgun íslenska þjóðdansa, vikivaki og skottís, í tengslum við þemað "Ísland áður fyrr". Irma Gunnarsdóttir frá Djassballetskóla Báru, kenndi þeim dansana. Krakkarnir voru þjóðlega klæddir, í lopapeysum, og stóðu sig með prýði í dansinum.

Myndir eru á myndasíðu 3.-4.bekkjar.


Til baka
English
Hafðu samband