Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagur og vinavika

08.11.2013
Gleðidagur og vinavika

Þessa vikuna er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í Sjálandsskóla í vinavikunni. Á mánudag skiptu starfsmenn um hlutverk og Ólafur Stefánsson handboltamaður kom í heimsókn á miðvikudag. Í vikunni hafa nemendur skrifað orð og setningar um vináttu á glugga skólans.

 Í dag, föstudag, er gleðidagur, þá eru allir spariklæddir og nemendur komu með veitingar á hlaðborð. Í morgun var kvikmyndin Benjamín dúfa frumsýnd, sem nemendur í 5.-7.bekk hafa unnið að síðustu vikurnar. 

Verkefnið er þemaverkefni þar sem allir nemendur í 5., 6. og 7.bekk bjuggu til sviðsmynd, búninga, tónlist og handrit upp úr bókinni Benjamín dúfa eftir Þorstein Erlingsson. Myndin verður sýnd foreldrum á mánudaginn.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá gleðideginum og vikavikunni.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband