Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnstoð Garðabæjar- fundur á mánudag

08.11.2013
Grunnstoð Garðabæjar- fundur á mánudagGrunnstoð, samstarfsvettvangur foreldrafélaga grunnskóla í Garðabæ, og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar hafa tekið höndum saman og bjóða bekkjarfulltrúum, stjórnum foreldrafélaga og fulltrúum foreldra í skólaráðum í grunnskólum bæjarins uppá kynningu frá Heimili og skóla um hlutverk þeirra og gefa þeim góð ráð. Samstarf heimila og skóla er mikilvægt í skólagöngu barna okkar. Það er ómetanlegt þegar foreldrar bjóða sig fram til starfa og mikilvægt að hlúa að því starfi.

Grunnstoð hvetur alla foreldra sem tekið hafa að sér hlutverk í skólasamfélaginu að mæta í Flataskóla mánudaginn 11. nóvember kl. 20.

Með kveðju
Kristbjörg Ágústsdóttir, formaður Grunnstoðar

Grunnstoð Garðabæjar 

 

Til baka
English
Hafðu samband