Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Benjamín dúfa-þemaverkefni 5.-7.bekk

12.11.2013
Benjamín dúfa-þemaverkefni 5.-7.bekk

Þemaverkefnið um Benjamín dúfu sem 5.-7.bekkur hefur unnið að í haust lauk með frumsýningu bíómyndar fyrir foreldra og fjölskyldur nemenda í gær. Þrjár sýningar voru og var mjög góð mæting. Nemendur seldu popp og djús í hléi og var mikil ánægja hjá áhorfendum með afrakstur þemaverkefnisins. Bíómyndin er tæpar 45 mínútur þar sem nemendur sáu um öll hlutverk, allt frá handritsgerð til klippingar myndar. 

Það er mikil vinna að búa til svona kvikmynd og mörg mikilvæg störf sem koma að gerð myndarinnar. Rúmlega 80 nemendur í 5., 6. og 7.bekk unnu við gerð myndirinnar. Sem dæmi um verkefni má nefna búningagerð, sviðsmynd, förðun, handritsgerð, tónlist, kynningarefni, tæknimál, upptökur, klipping og margt fleira. 

Allir höfðu sitt hlutverk og margir kennarar komu að gerð myndarinnar. 

Tæknihópurinn sá m.a. um að búa til kynningarmyndband sem sýnir vinnu nemenda við undirbúning myndarinnar. Myndbandið er unnið á Ipad. 

Myndir frá þemavinnunni og frumsýningu myndarinnar 

Á morgun fer allur hópurinn í heimsókn í kvikmyndaver Latabæjar

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband