Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur í Skólahreysti

15.03.2017
Frábær árangur í Skólahreysti

Í gær kepptu nemendur í Sjálandsskóla í Skólahreysti og stóðu krakkarnir sig frábærlega. Þau lentu í öðru sæti í riðlinum og eiga með því möguleika á að komast í aðalkeppnina.

Í liði Sjálandsskóla voru Emil Grettir Ólafsson, Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, Vala Ástrós Bjarnadóttir og Orri Geir Andrésson sem öll voru aðalmenn. Varamenn voru Lana Kristín H Dungal og Alexander Arinbjörnsson.

Stigagjöf í Skólahreysti:  
Fyrir fyrsta sæti í upphífingum, armbeygjum, dýfum og hreystigreip eru gefin 20 stig. Annað sæti gefur 19 stig; þriðja sæti gefur 18 stig og svo koll af kolli. Besti tíminn í hraðaþrautinni færir viðkomandi liði 40 stig, meðan annað sæti gefur 38 stig, þriðja sæti 36 stig og svo framvegis. Sá skóli sem hlýtur flest samanlögð stig stendur uppi sem sigurvegari í Skólahreysti.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að viðhafa undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppi í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undankeppnirnar eru 10 talsins og eru þær svæðisbundnar, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli. Einn skóli frá hverju landssvæði öðlast þátttökurétt í úrslitunum, en tveir árangurshæstu (ekki endilega stigahæstu) skólarnir af þeim sem enda í 2. sæti í sínum riðli fá svokölluð uppbótasæti í úrslitunum. Heildarfjöldi skóla í úrslitum Skólahreysti er því 12.

Nánari upplýsingar um Skólahreysti má finna á vefsíðunni:

http://skolahreysti.is/

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband