Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaföndur með leikskólanemendum

08.12.2017
Jólaföndur með leikskólanemendum

Í dag fengu nemendur í 1.og 2.bekk heimsókn frá leikskólanum Sjálandi. Það voru nemendur í elstu deild leikskólans sem komu og tóku þátt í jólaföndri 1.og 2.bekkinga. Þar unnu saman um 70 börn við að búa til fallegt jólaskraut eins og sjá má á myndunum, við undileik jólatónlistar.

Heimsókn leikskólans er árleg og þáttur í að brúa bilið á milli leikskólans og grunnskólans. Þá fá nemendur í skólahóp leikskólans tækifæri til að kynnast starfinu í grunnskólanum, sem auðveldar þeim að hefja nám næsta haust í grunnskóla.

Krakkarnir í 1.og 2.bekk tóku vel á móti leikskólabörnunum og þau léku sér einnig saman úti í frímínútum

Myndir frá heimsókninni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband