Lestrarátak á nýju ári

Nú í byrjun árs verður lestrarátak hjá okkur í Sjálandsskóla. Það hefst mánudaginn 14.janúar og stendur í 2 vikur.
Lestrarátakið heitir „Bókaflóð“. Nemendur skrifa nafn sitt á „kjöl“ sem hægt er að fá hjá Hrefnu á bókasafninu. Nemendur fá einn strimill fyrir hverjar 20 mín. sem þeir lesa. Rauðir „kilir“ fyrir yngsta stig, gulir fyrir miðstig og ljósblár fyrir unglingastig. „Kilirnir“ verða síðan hengdir upp í gluggana fyrir framan bókasafnið.
Við minnum svo á að Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst núna 1. janúar og stendur til 1. mars. Nemendur geta fyllt út miða fyrir hverjar þrjár bækur sem þeir lesa eða hlusta á og skilað í kassa á bókasafninu. Hægt er að nálgast miðana á bókasafninu og einnig á www.visindamadur.com
Nánar um Lestrarátak Ævars vísindamanns
https://www.visindamadur.com/lestraratak