Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóladagsskrá

20.12.2019
Jóladagsskrá

Í dag var síðasti skóladagurinn fyrir jól. Nemendur dönsuðu í kringum jólatréð og foreldrafélagið bauð upp á skemmtiatriði dagsins en við fengum til okkar trúðana Magnús og Flautu. Þeir voru frábærir og slógu rækilega í gegn. Það var ánægjulegt hvað margir foreldrar komu, fengu sér kaffisopa.

Nemendur í 5. bekk sýndu helgileikinn, tveir jólasveinar komu í heimsókn og Skjóða sagði krökkunum sögu. Hún stýrði svo jólaballinu ásamt jólasveinunum.

Nemendur í unglingadeildinni áttu notalega stund á heimasvæði þar sem var spilað, pússlað og drukkið kakó.

Myndir frá jóladagsskránni 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband