Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mamma Mia -leiksýning

13.01.2020
Mamma Mia -leiksýning

Í morgun sýndu nokkrir nemendur unglingadeildar söngleikinn Mamma Mia. Þar mátti sjá hversu hæfileika rík unglingarnir okkar eru en þeir sáum um allan söng og undirleik í þessari frábæru sýningu.

Æfingar hófust í haust og voru þær hluti af valfögum nemenda í unglingadeild, annars vegar leiklistarvali og hins vegar hljómsveitarvali. Alls tóku 27 nemendur þátt í sýningunni.

Frumsýnt var föstudagskvöld 6. desember og lauk sýningum með skólasýningu mánudaginn 13. janúar. Góð aðsókn var á öllum sýningum og voru áhorfendur mjög ánægðir með sýninguna.

Nemendur í leiklistar- og hljómsveitar vali stóðu sig öll gríðarlega vel, enda hæfileikaríkur og flottur hópur.
Allir sem komu að sýningunni voru einnig mjög ánægðir með útkomuna.

Leikstjóri sýningarinnar var leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og hljómsveitarstjóri, Ólafur Schram, tónmenntakennari Sjálandsskóla.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá sýningunni í morgun 

Myndir frá Haraldi Sigurðssyni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband