Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tími til að lesa

01.04.2020
Tími til að lesa

"Tími til að lesa" er verkefni á vegum Menntastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.  

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals

Nánar um verkefni á vefsíðunni timitiladlesa.is

Þar segir m.a. 

ALLIR GETA VERIÐ Í LANDSLIÐINU
Strákar og stelpur, börn og fullorðnir. Þú þarft bara að skrá þig inn, og svo byrjar þú að lesa.

Þú tekur tímann þegar þú lest og skráir svo mínúturnar inn á síðuna.

Hver mínúta færir okkur nær heimsmetinu.

Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka að lesa myndasögu og uppskriftabók. Líka að lesa rafbækur. Og að sjálfsögðu skiptir tungumálið engu máli.

Ef þú þarft hvatningu geturðu kíkt á klappliðið.

Á timitiladlesa.is sérðu alltaf hvað landsliðið er búið að lesa mikið, og hvað þú ert búin(n) að lesa mikið. Ef þú stendur þig rosalega vel færðu viðurkenningarmerki sem birtast á þinni síðu.

 
Til baka
English
Hafðu samband