Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilega páska

03.04.2020
Gleðilega páska

Nú er komið að páskafríi eftir þrjár óvenjulegar vikur í skólastarfi og það lítur út fyrir að við séum u.þ.b. hálfnuð í baráttunni við veiruna. Þessar þrjár vikur hafa gengið einstaklega vel hér í skólanum og við höfum náð að halda uppi því kennslumagni sem við lögðum upp með.

Almennt eru kennarar að halda áætlun í öllum grunnfögum, það er vel að verki staðið. Við biðjum foreldra þeirra barna sem hafa verið í sóttkví eða ekki mætti í skólann þessar vikur að sjá til þess að börnin haldi áætlun bekkjarins því við munum ekki bakka í námsefninu þegar þetta verður allt gengið yfir. Ef þau eru orðin á eftir þá þarf að nýta páskaleyfið til að ná bekkjarfélögunum. 


Við þurfum að gera breytingar eftir páska og minnka kennslumagn hjá árgöngum í 1. -6.bekk. Við ætlum að halda óbreyttri dagskrá hjá 7.-10.bekk nema að eitthvað óvænt komi upp á.

Kennsla árganga verður eftirfarandi:
1.-3. bekk verða 3. klst. á viku eða 22,5 kennslustundir á viku. Við styttum útiveru í 30 mínútur á dag.
4.-6. bekk verður 2,5 klst. á dag eða 18,8 kennslustundir á vikum. Við sleppum útiveru.
Sælukot verður opið til 16:00. Einn hópur verður til 15:45 en sá hópur mætir 15 mínútum fyrr á daginn.

Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er starfsfólk skóla beðið um að forðast eins og hægt er að breyta nemendahópum eftir páska.

Þegar við erum öll að stefna í sömu átt þá lyftum við grettistaki. Farið varlega, gefið engan slaka á þeim reglum sem við höfum öll verið fylgja.

Gleðilega páska öll sömul, að þessu sinni vona ég að þið haldið ykkur heima og hlýðið Víði, það borgar sig.

Til baka
English
Hafðu samband