Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frá Almannavörnum vegna ferðalaga barna erlendis um jólin

03.12.2020
Frá Almannavörnum vegna ferðalaga barna erlendis um jólin

Almannavarnir hafa sent bréf til skólanna varðandi ferðalög erlendis um jólin. Bréfið er hvatning til foreldra og forráðamanna sem fara með fjölskylduna erlendis um hátíðina og þegar komið er heim haldi börnum heima þar til niðurstaða hefur borist úr seinni sýnatöku

Bréf Almannavarna um ferðalög erlendis yfir jólin

(englis)

(polska)

Í bréfinu segir m.a.

Nú líður senn að jólafríi í grunnskólum og munu eflaust einhverjir leggja land undir fót og heimsækja ástvini erlendis. Við þær aðstæður er mikilvægt að vera meðvituð um þær aðgerðir sem eru í gildi við landamærin á Íslandi þegar komið er heim á ný. Farþegar geta farið í sýnatöku við komuna til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum seinna til að stytta sóttkví. Sýnataka er ókeypis. Treysti fólk sér einhverra hluta vegna ekki í sýnatöku við landamærin þarf viðkomandi að vera í sóttkví í 14 daga. Sóttvarnalæknir hefur hvatt alla að fara í sýnatöku á landamærunum og tökum við heilshugar undir þau skilaboð.

Við hvetjum forsjáraðila að halda börnum á leik- og grunnskólaaldri heima þann tíma sem sóttkví varir og beðið er eftir niðurstöðu úr seinni sýnatökunni. Tilgangurinn með því að halda börnum heima er að vernda skólastarf, þar sem veiran er því miður í miklum uppgangi víða um heim og því aukin hætta á að fólk smitist á ferðalögum erlendis. Fari fólk ekki í sýnatöku á landamærunum þarf það að fara í 14 daga í sóttkví og mælst er til þess að börnin séu einnig í sóttkví ásamt forsjáraðilum.

 

Til baka
English
Hafðu samband