Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar um skráningu í hádegismat

16.08.2022

Á heimasíðunni matartiminn.is er gott aðgengi að matseðlum ásamt ýtarlegum upplýsingum um innihald máltíða, ofnæmisvalda og næringargildi. 

Opnað verður fyrir skráningu að áskrift 19.ágúst kl. 13:00 á matartiminn.is. Skráning fyrir september lýkur 25. ágúst. 

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlega sendið tölvupóst á  matartiminn@matartiminn.is

Áskriftarskilmálar

Fyrsta áskriftartímabil er frá upphafi skólaárs út september, eftir það er hvert áskriftartímabil almanaksmánuðurinn að undanskildu síðasta áskriftartímabili sem nær frá 1. maí til loka skólaárs.

Áskriftarsamningurinn er á ábyrgð forráðamanna barnsins og framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli mánaða nema tilkynningar berist um annað.

Eftir að barn er komið í mataráskrift þurfa allar óskir um breytingar að berast með tölvupósti á netfangið matartiminn@matartiminn.is fyrir 20. dag mánaðar á undan svo þær taki gildi fyrir komandi mánuð.

Gjalddagi er 1. dagur hvers áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar.
Reikningar teljast samþykktir ef ekki berst athugasemd innan 5 daga frá gjalddaga.
Berist greiðsla ekki innan umsamins greiðslufrest er heimilt að hætta afgreiðslu máltíða.
Mataráskriftin ásamt 390 kr. seðilgjaldi greiðist með greiðsluseðli í heimabanka eða með greiðslukorti.
Heimilt er að hefja áskrift eftir að skólaárið hefst og ef skráning berst fyrir 20. dags mánaðar hefst áskrift 1. næsta mánaðar á eftir.

Til baka
English
Hafðu samband