Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10.bekkur í vinnustaðaheimsókn

10.10.2022
10.bekkur í vinnustaðaheimsókn

Í dag, mánudaginn 10. október, fóru nemendur í 10. bekk í heimsókn í fyrirtækið Samey Robotics sem staðsett er í næsta nágrenni skólans, í Lyngásnum. Heimsóknin er hluti af náms- og starfsfræðslutímum skólans sem nemendur eru í einu sinni í viku . Í heimsókninni fengu nemendur að kynnast starfsemi Samey Robotics, heilsuðu upp á starfsmenn og fengu að sjá róbóta. Boðið var upp á léttar veitingar. Voru nemendur skólanum og sjálfum sér til sóma.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband