Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagur

11.11.2022
Gleðidagur

Í dag lauk vinaviku Sjálandsskóla með Gleðidegi þar sem nemendur máttu koma spariklæddir og með veitingar á hlaðborð inni á sínum svæðum.

Í vikunni hafa nemendur á öllum stigum unnið ýmis verkefni og horft á fræðsluefni sem tengjast vináttu og forvörnum gegn einelti. Hver dagur hófst á því að sungin voru lög tengd vináttu í morgunsöng og tónninn settur fyrir daginn.

 

Sameiginlegt verkefni allra nemenda skólans var að skreyta svokölluð vinahjörtu með fallegum skilaboðum um vináttu. Hjörtun voru hengd upp á glervegginn á bóksafninu og látin mynda orðið

V-I-N-I-R. Hafa nemendur verið duglegir að staldra við hjörtun og lesa öll fallegu skilaboðin sem á þeim má finna.

Myndir frá deginum.

Til baka
English
Hafðu samband