Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppbrotsdagur í unglingadeild

22.03.2023
Uppbrotsdagur í unglingadeild

Þann 17. mars var uppbrotsdagur í unglingadeildinni. Þema dagsins var velferð og vellíðan. Nemendur byrjuðu daginn á að fá sér hafragraut og fóru svo í Jóga Nidra tíma.

Eftir það kom Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta í heimsókn, sem hélt frábæran fyrirlestur um að setja sér markmið og temja sér hollar lífsvenjur eins og t.d. í matarræði, drykkjum og svefnvenjum. Hann náði mjög vel til nemenda og mátti heyra saumnál detta á meðan hann talaði. Það sem eftir var dags unnu nemendur að hinum ýmsum verkefnum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband