Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

03.05.2023
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ fór fram í Álftanesskóla 27.apríl. Þar lásu nemendur  í 7.bekk sem valdir hafa verið úr Sjálandsskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla,  Álftanesskóla og Urriðaholtsskóla.

Fyrir hönd Sjálandsskóla lásu Embla Fönn Freysdóttir og Viktor Óli Grétarsson. Varamaður var Kristinn Fannar Halldórsson

Nemendur úr Álftanesskóla og tónlistarskóla Garðabæjar fluttu tónlistaratriði og í dómnefnd sátu þau Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur, Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri Garðaskóla og Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri í Víðistaðaskóla og fyrrverandi stjórnarmeðlimur Radda.

Í lokin fengu allir nemendur viðurkenningu fyrir þátttöku. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar kom og veitti verðlaun. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin.  Ásta Emilý Evertsdóttir nemandi í Álftanesskóla var sigurvegari, í öðru sæti var Viktor Óli Grétarsson nemandi í Sjálandsskóla og í þriðja sæti var Heiðar Leó Sölvason nemandi í Hofsstaðaskóla.

Við óskum þátttakendum innilega til hamingju.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband