Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreytileikinn í Sjálandsskóla

14.11.2023
Fjölbreytileikinn í Sjálandsskóla

Í vikunni 6.-10. nóvember 2023 var vinavika Sjálandsskóla í tengslum við baráttudag gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.

Nemendur í öllum árgöngum unnu að samvinnuverkefni þar sem föndraðir voru stafir og þjóðfánar barnanna í skólanum. Einnig skrifuðu nemendur orð tengd vináttu á mismunandi tungumálum inn í hjörtu og skreyttu. Þetta sameiginlega sköpunarverk nemenda er ætlað að vekja athygli á og sýna þann fjölbreytileika sem einkennir Sjálandsskóla.

Verkefnið má sjá uppi á 2. hæð í Sjálandsskóla (við lyftuna).

Myndir af verkefninu

Til baka
English
Hafðu samband