Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Söngvakeppni Kragans

19.03.2024
Söngvakeppni Kragans

Félagsmiðstöðin Klakinn tók þátt í söngvakeppni Kragans sem haldin var þann 17. mars í Álftanesskóla. Söngvakeppnin er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés sem er stærsta söngvakeppnin fyrir grunnskóla landsins.

Klakinn sendi frá sér tvö atriði en alls voru 14 atriði sem tóku þátt. Ólöf Þóra, nemandi í 8. bekk og Þórhildur Stella, nemandi í 10. bekk tóku þátt fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar Klakans og stóðu sig frábærlega. Það voru fjögur atriði sem komust áfram og komst Ólöf Þóra áfram með lagið Diamonds eftir Rihönnu. Það verður gaman að eiga fulltrúa í aðalkeppninni í ár og erum við sannarlega stolt af okkar þátttakendum. 

Til baka
English
Hafðu samband