Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning í Sjálandsskóla

19.08.2025
Skólasetning í Sjálandsskóla

Skólasetning nemenda í 2.-10. bekk er föstudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Nemendur og forráðafólk hitta umsjónarkennara og annað starfsfólk á heimasvæðum bekkja. Farið verður yfir ýmis hagnýt atriði í tengslum við skólastarfið og stundaskrár afhentar. Það má gera ráð fyrir því að samveran taki um klukkustund.

Nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur við skólann fá boð í heimsókn frá umsjónarkennara áður en skólastarf hefst.

Í sumar gerðum við breytingar á heimasvæðum vegna fjölgunar á yngsta stigi og fækkunar í unglingadeild.
Skipulag innganga og heimasvæða er eftirfarandi:
1.    bekkur - inngangur 1 (næst bílaplani við Ránargrund), neðri hæð.
2.    bekkur - inngangur 1 (næst bílaplani við Ránargrund), neðri hæð
3.    bekkur - inngangur 1 (næst bílaplani við Ránargrund), efri hæð
4.    bekkur - inngangur 1, (næst bílaplani við Ránargrund), efri hæð
5.    bekkur - inngangur 2 (miðjuinngangur), efri hæð
6.    bekkur - inngangur 2 (miðjuinngangur), efri hæð
7.    bekkur - inngangur 2 (miðjuinngangur), efri hæð
Unglingadeild - inngangur 2 (miðjuinngangur), neðri hæð.

Ef óvíst er hvert heimasvæði bekkjar er þá er hægt að nálgast nánari upplýsingar hjá ritara skólans á 2. hæð.

Hefðbundin kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Námsgögn verða afhent nemendum í skólabyrjun, gjaldfrjáls líkt og verið hefur síðustu ár.

Til baka
English
Hafðu samband