Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

02.09.2016

Farið verður í Guðmundarlund á morgun, þriðjudag

Farið verður í Guðmundarlund á morgun, þriðjudag
Nú hefur verðuspáin breyst og við munum því fara í gróðursetningarferð í Guðmundarlund á morgun, þriðjudag 6.september. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og þurfa að koma klædd eftir veðri og með nesti.
Nánar
24.08.2016

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn
Í dag hófst kennsla samkvæmt stundaskrá og það voru margir spenntir nemendur sem voru að setjast á skólabekk í fyrsta sinn
Nánar
18.08.2016

Menntabúðir í upplýsingatækni

Menntabúðir í upplýsingatækni
Síðast liðinn fimmtudag fóru allir kennarar í Sjálandsskóla, ásamt öðrum kennurum í Garðabæ, í menntabúðir í tölvu- og upplýsingatækni. Þar voru í boði ýmis konar fræðslufundir og vinnustofur sem tengjast upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi. Það...
Nánar
16.08.2016

Kynningarfundur nýnema á fimmtudaginn

Kynningarfundur nýnema á fimmtudaginn
Fimmtudaginn 18.ágúst verða haldnir kynningarfundir fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Fundirnir verða sem hér segir: 1.-4. bekkur kl.16:30 5.-7. bekkur kl.17:15 8.-10. bekkur kl.18:00
Nánar
04.08.2016

Skólabyrjun

Skólabyrjun
Nemenda og foreldraviðtöl eru þriðjudaginn 23.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.ágúst. Kennarar hafa samband við foreldra og boða þá, ásamt nemendum, í viðtal fyrsta skóladaginn (23.ágúst) og kennsla hefst 24.ágúst.
Nánar
19.06.2016

Gleðilegt sumar !

Gleðilegt sumar !
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 27.júní til 3.ágúst.
Nánar
10.06.2016

Myndband frá fjallgöngu og innilegu

Myndband frá fjallgöngu og innilegu
Í síðustu viku fóru nemendur í 1.-7.bekk í fjallgöngu á Esju og gistu svo í skólanum. Myndband frá göngunni og gistingunni:
Nánar
10.06.2016

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar
Bókasafn Garðabæjar mun standa fyrir Sumarlestri, sem hefst 10. júní, en það er lestrarhvetjandi verkefni fyrir grunnskólabörn í Garðabæ sem stuðlar að því að þau viðhaldi lestrarkunnáttu sinni yfir sumartímann og komi vel undirbúin í skólann í...
Nánar
09.06.2016

Lög frá 5.og 6.bekk

Lög frá 5.og 6.bekk
Á vorönn var m.a. þema um trúarbrögð hjá 5.og 6.bekk, þar sem áherslan var kristin trú. Af því tilefni hlustuðu nemendur á trúarlega tónlist helstu trúarbragða mannkyns en lærðu svo sérstaklega um trúarlega tónlist á Íslandi.
Nánar
09.06.2016

Skólaslit

Skólaslit
Í dag voru skólaslit hjá 1.-9. bekk og halda nemendur nú út í sumarið. Starfsfólk Sjálandsskóla þakkar nemendum og aðstandendum fyrir gott samstarf í vetur og við hlökkum til að hitta ykkur næsta haust.
Nánar
09.06.2016

Útskrift 10.bekkjar

Útskrift 10.bekkjar
Í gær útskrifuðust 26 nemendur úr 10.bekk hjá okkur í Sjálandsskóla. Þessi glæsilegi hópur mun nú halda á vit nýrra ævintýra í námi og starfi.
Nánar
08.06.2016

Myndir frá innilegunni

Myndir frá innilegunni
Í nótt var margt um manninn hér í Sjálandsskóla þegar nemendur í 1.-7.bekk gistu í skólanum. Í gærkvöldi var mikið fjör á kvöldvökunni þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fleiri skemmtiatriðum frá nemendum.
Nánar
English
Hafðu samband